Greining á hreyfitauga sjúkdómum međ rannsókn á erfđaefni

  
 

  Alţjóđleg miđstöđ rannsókna á hreyfitauga sjúkdómum

International Center for Research on Motor Neuron Diseases

ICRon-MND

 
 

  


Greining á hreyfitauga sjúkdómum

međ rannsókn á erfđaefni




07. október 2012.


 
Loftur Altice Ţorsteinsson.

Taliđ er ađ hreyfitauga sjúkdómar (MND) séu einungis ađ litlum hluta arfgengir (familial). Stćrsti hluti MND-sjúklinga (90%) flokkast sem tilfallandi (sporadic), ţar sem ekki er kunnugt um ćttartengsl ţeirra viđ ađra MND-sjúklinga. Samt er taliđ líklegt, ađ tilfallandi tilvik sjúkdómsins séu einnig tengd erfđaefni (DNA) og mörg slík tilvik hafa fundist. Um er ađ rćđa stökkbreytingar (mutations) í próteinum og ef slíkar stökkbreytingar finnast hjá MND-sjúklingum er nćrtćkt ađ kenna breytingunum um sjúkdóminn.

DNA (deoxyribonucleic acid) er erfđaefni sem varđveitt er í öllum frumum líkamans. DNA er gert úr fjórum svipuđum efnasamböndum, sem nefnd eru basar og eru ţeir endurteknir í pörum. Basarnir nefnast: Adenine (A), Cytosine (C), Guanine (G) og Thymine (T). DNA er formađ sem hringstigi, ţar sem basa-pörin mynda ţrep stigans.


DNA basar codon 
Myndin sýnir bút af DNA sem gerđur er af 4 heilum ađsetrum (condon) sem ná yfir 12 basa-pör. Alls sjáum viđ 13 basa-pör á myndinni. Takiđ eftir ađ A myndar einungis par međ T og hins vegar myndar G einungis par međ C. Spegilmyndir paranna teljast einnig pör, ţannig ađ möguleg pör í DNA keđju eru fjögur.

Ţrjú basa-pör sem standa saman eru nefnd ađsetur (codon) og eru ađsetrin á hverju gena-pari (Chromosome pair) númeruđ í hlaupandi röđ. Hvert gen stjórnar ákveđnu verkefni, til dćmis samsetningu próteina úr aminosýrum. Prótein getur veriđ gert úr fáeinum aminosýrum, eđa mörgum ţúsundum.

DNA structure with base pairs

Möguleg basa-pör eru fjögur, ţegar spegilmyndir eru einnig taldar.

Genin eru bundin saman í ákveđna klasa sem nefnast litninga-pör (chromosome pairs). Gena-mengi frumanna er geymt í litninga-pörum og í frumum manna eru 22 pör samlitninga og eitt par kynlitninga (X,Y). Litninga-pörin eru frá sitt hvoru foreldri og sama gildir ţví um genin, ađ ţau koma hvort um sig frá föđur og móđur.

 

2000px Genes and base pairs on chromosomes svg


Fjöldi gena í litninga-pörum og basa-pörum er mismunandi.

 

MND er hugsanlega afleiđing stökkbreytinga í genum. Erfđaefni (DNA) er lykill ađ gerđ og starfsemi sérhverrar frumu í líkamanum. Sérhver fruma geymir allt erfđaefniđ og ef um ćttgenga stökkbreytingu (familial mutation) er ađ rćđa, er hana ađ finna í sérhverri frumu einstaklings. Hins vegar er huganlegt, ađ tilfallandi stökkbreytingu (sporadic mutation) sé ekki ađ finna í öllum frumunum, heldur einungis í sumum ţeirra. (Ţetta atriđi hefur ekki veriđ rannsakađ nćgilega.)

Stökkbreytingar í mörgum prótínum hafa veriđ tengd MND (Motor Neuron Disease) og hér er listi yfir heldstu genin sem  forrita ţessi prótín. Nöfn genanna koma fremst, en í svigum eru prótínin sem genin forrita:

1.     SOD1 (Cu-Zn Superoxide Dismutase)

2.     TDP-43 (TAR DNA-binding protein 43)

3.     PFN1 (Profilin 1)

4.     C9ORF72 (Chromosome 9 Open Reading Frame 72)

5.     FUS (FUsed in Sarcoma)

6.     OPTN (Optineurin)

7.     VCP (Valosin-Containing Protein)

8.     DCTN1 (Dynactin subunit 1)

9.     SQSTM1 (Sequestosome 1)

10. ANG (Angiogenin)

11. ATXN2 (Ataxin-2)

12. SETX (Probable Helicase Senataxin)

13. UBQLN2 (Ubiquilin-2)

14. VAPB (Vesicle-associated membrane protein-associated protein B/C)

15. FIG4 (Sac3)

16. CHMP2B (Charged multivesicular body protein 2b)

17. DAO (D amino acid oxidase)

18. NEFH (neurofilament, heavy polypeptide)


 

  MND greining 2002

MND greining 2012

 2002

2012

Framfarir í rannsóknum á erfđafrćđi ćttgengs MND.
 Fyrir tilfallandi MND: 10% C9ORF72 + 4% SOD1, TDP-43, FUS.
Heimild: Bradley Turner Ástralíu.

  

Á 10 ára tímabilinu 2002 – 2012 hafa greinst stökkbreytingar í mörgum genum MND-sjúklinga, sem ekki hafđi áđur veriđ vitađ ađ tengdust MND. Áriđ 2002 voru 20% ćttgengra MND-tilvika tengd ákveđnum stökkbreytingum, en áriđ 2012 voru 70% ćttgengra tilvika tengd ákveđnum stökkbreytingum. Ţessi ţróun bendir til, ađ eftir önnur 10 ár verđi allir MND-sjúklingar međ örugga sjúkdóms-greiningu, sem byggir á rannsókn á erfđaefni ţeirra og sem tengir sjúkdóminn viđ ákveđna stökkbreytingu í genum.

eukchromosome
 

Gena-mengi frumanna er geymt í litninga-pörum (chromosome pairs) og í frumum manna eru 22 pör samlitninga og eitt par kynlitninga (X,Y). Litninga-pörin eru frá sitt hvoru foreldri og sama gildir ţví um genin, ađ ţau koma hvort um sig frá föđur og móđur.

autosomal dominant

Algengasta erfđa-mynstriđ fyrir MND nefnist “jafnkynja ríkjandi” (autosomal dominant), sem merkir ađ stökkbreyting erfist jafnt til beggja kynja og ađ einungis eitt stökkbreytt gen ţarf til ađ valda sjúkdómnum. MND-sjúklingur er ţví venjulega međ eitt stökkbreytt gen og annađ óbreytt. Barn foreldris međ MND hefur 50% líkur ađ erfa hiđ gallađa gen og jafn miklar ađ erfa ţađ ekki. Hins vegar er ekki öruggt ađ MND komi fram hjá einstaklingi, ţótt hann sé međ stökkbreytt gen, vegna ţess ađ erfđa-myndstur ţess gens kann ađ vera annađ en “jafnkynja ríkjandi”.

Leit ađ stökkbreyttum genum í próteinum sem tengd hafa veriđ MND, er ţví ađferđ til ađ greina MND. Fram ađ ţessu hefur leitin takmarkast viđ ćttgeng afbrigđi af MND, en sú mynd er ađ breytast. Jafnframt hafa flestar stökkbreytingar fundist í hvata (enzyme) sem nefnist SOD1 (Copper-Zink Superoxide Dismutase). Fundist hafa nćr 200 stökkbreytingar í SOD1 og engin ástćđa er til ađ ćtla ađ leitinni sé lokiđ.

Í heilbrigđu ástandi er SOD1 mjög gagnlegt, ţví ađ ţađ er kraftmikiđ andoxunarefni, sem breytir Superoxide í  minna skađlegt vetnis-peroxide (
H2O2) og súrefni (O2). Önnur enzyme eins og til dćmis Catalase eđa Glutathione Peroxidase (GPx) taka síđan viđ verkinu og breyta peroxíđinu (H2O2) í skađlaus efnasambönd vatns (H2O) og súrefnis (O2).


Human SOD1 primary sequence with mutations 

SOD1-geniđ er samsett úr fimm svćđum sem nefnd eru exon. Stökkbreytingar sem tengjast MND hafa fundist í ţeim öllum, en í mismunandi mćli. SOD1-G93S er eina stökkbreytta geniđ sem fundist hefur á Íslandi. Hér stendur G fyrir amino-sýru sem nefnd er Glycine, 93 er númeriđ á ađsetri (codon) breytingarinnar og S stendur fyrir ađra amino-sýru Serine. G93S merkir ţví, ađ á ađsetri 93 hefur orđiđ stökkbreyting, ţannig ađ Glycine amono-sýra hefur breytst í Serene amino-sýru.

Standard amino acids

Afleiđingar stökkbreytinganna eru ţćr, ađ nytsamlegt SOD1 breytir um eđli og gefur frá sér eiturefni, sem er banvćnt fyrir hreyfitaugarnar. Athyglisvert er, ađ ţađ virđist vera stökkbreytt SOD1 í frumum sem nefnast stjörnufrumur (Astrocytes) sem gefur frá sér efni sem er banvćnt fyrir hreyfitaugafrumur (Motor neurons), en ekki SOD1 í hreyfitaugafrumunum sjálfum.

Nokkrar ađferđir eru tiltćkar til ađ greina stökkbreytingar í SOD1 og eru ţćr hver annari flóknari (virđist mér), nema High-Resolution Melting (HRM) (sem ég skil ađ einhverju leyti). Japanskur hópur vísindamanna hefur nýlega notađ HRM til ađ greina stökkbreytingar í SOD1 hjá sjúklingum međ tilfallandi MND.

Greining međ HRM er fólgin í samanburđi á ferlum “eđlilegs” og stökkbreytts SOD1. Skođađ er birtumagn sem fall af  “bráđnunar”-hitastigi. Menn notfćra sér ađ ákveđin litarefni dofna viđ ađ erfđaefni klofnar viđ hitun.

 

Morita SOD1 G93S

Greining á G93S stökkbreytingu í SOD1 geni. Japan er eini stađurinn í heiminum ţar sem SOD1-G93S hefur greinst, fyrir utan Ísland. Heimild: Mitsuya Morita, Japan.
  


                                                 ><<>>< 



Eldri greinar mínar um MND:

10.12.2011: Núna er rétti tíminn til ađ hefja MND-rannsóknir á Íslandi.

07.10.2011: Astrocytes - hatusfullt árásarliđ eđa fórnfúsir verjendur ?

04.07.2010: Fjögur afbrigđi hreyfitaugalömunar.

08.04.2010:
 Hreyfitaugalömun (MND) og Elliglöp (FTD).




                                                 ><<>>< 
  


Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband