14.12.2012 | 15:23
Primary Upper Motor Neuron Disorders Chart
Primary Upper Motor Neuron Disorders Chart Reviewed by John K. Fink, M.D. , SPF Medical Advisor
><<>>< |
Vísindi og frćđi | Breytt 17.12.2012 kl. 08:49 | Slóđ | Facebook
11.12.2012 | 18:13
Astrocytes - hatursfullt árásarliđ eđa fórnfúsir verjendur ?
Astrocytes - hatursfullt árásarliđ eđa fórnfúsir verjendur ? Birtist fyrst 07. október 2011.
Efri og neđri hreyfitaugar. Loftur Altice Ţorsteinsson.Hreyfitaugar liggja frá hreyfisvćđinu (primary motor cortex) á heilaberki manna, niđur mćnuna, ţar sem ađrar hreyfitaugar taka viđ bođum sem berast út til vöđvanna. Hreyfitaugarnar lifa í sambýli viđ nokkrar ađrar frumur (límfrumur = glial cells), sem fram ađ ţessu hefur veriđ álitiđ ađ vćru ávallt vinsamlegir nágrannar. Nú hafa rannsóknir leitt í ljós ađ ein tegund límfruma á ţađ til ađ fćra hreyfitaugunum banabita. Ţessar límfrumur nefnast Astrocytes (stjörnufrumur). Ef Astrocytes skipta skapi getur afleiđingin orđiđ hreyfitaugahrörnum (Motor Neuron Disease = MND). Stjörnufrumur (Astrocytes) eru vel tengdar. Viđ eđlilegar ađstćđur annast Astrocytes margvísleg mikilvćg verkefni til ađ viđhalda eđlilegri starfsemi taugakerfisins. Astrocytes stjórna efnaskiptum (metabolism) taugafruma og flćđi nćringarefna (trophic maintenance) til ţeirra. Einnig annast Astrocytes varnir gegn sýkingum í taugakerfinu (ásamt Microglia). Astrocytes eru algengustu frumur taugakerfisins og til dćmis 40% fleirri en taugafrumurnar sjálfar. ![]() Sambúđ frumanna í taugakerfinu er oftast góđ. Hreyfitaugahrörnun (MND) er gjarnan skipt í ćttgengt MND (FMND = Familial MND) og einstaklingsbundiđ MND (SMND = Sporadic MND). Um 10% MND tilfella eru ćttgeng og fram ađ ţessu hafa rannsóknir einkum beinst ađ ţeirra tegund. Í ţessu sambandi hefur mesta athygli vakiđ stökkbreitt enzyme sem nefnist SOD1. Stökkbreytt SOD1 hefur fundist í 20% tilfella af FMND, ţannig ađ álitiđ er ađ einungis 2% allra MND tilfella séu međ stökkbreytt SOD1. Nú berast ţćr fréttir ađ rannsóknir sýni ađ bćđi FMND og SMND stafi af eitrun frá SOD1 og ađ sú eitrun komi eingöngu frá Astrocytes. Til dćmis valdi SOD1 í taugafrumunum sjálfum engum skađa. Frá ţessum merku niđurstöđum er greint í ágúst-hefti Nature Biotechnology (Brian K. Kaspar og fl.), undir nafninu: Astrocytes from familial and sporadic ALS patients are toxic to motor neurons. Heldstu niđurstöđur greinarinnar:
![]() Ćttartré hreyfitaugar (Neuron) og Astrocyte. Hvađ er SOD1 ? SOD stendur fyrir Superoxide Dismutase, sem er enzyme sem finnst inni í frumum manns-líkamans og breytir superoxíđi (O2- ) í vetnis-peroxíđ (H2O2) og súrefni (O2). Af SOD eru til ţrjú afbrigđi, međ mismunandi málm-atómum: SOD1: Kopar, Zink - Superoxide Dismutase. SOD2: Mangan - Superoxide Dismutase. SOD3: Járn - Superoxide Dismutase. Efnabreytingunni er hćgt ađ lýsa samkvćmt efnajöfnunni: Superoxide Dismutase 2 O2- + 2 H+ ŕŕŕŕŕŕŕ H2O2 + O2 Önnur enzym eins og til dćmis Catalase eđa Glutathione Peroxidase (GPx) taka síđan viđ verkinu og breyta peroxíđinu (H2O2) í skađlaus efnasambönd vatns (H2O) og súrefnis (O2). ![]() Hafa horfur á lćkningu batnađ ? Hćgt er ađ fullyrđa ađ međ niđurstöđum ţeirra rannsókna sem hér hefur nokkuđ veriđ greint frá, hafa líkur aukist verulega ađ orsakir MND verđi bráđlega uppgötvađar. Nú ţegar blasa viđ möguleikar til lćkninga, en auđvitađ getur framtíđin ein skoriđ úr um hvernig til mun takast. Einnig virđast ţćr ađferđir sem vísindamennirnir notuđu opna einnig möguleika til ađ skilja betur ýmsa ađra sjúkdóma, eins og Parkinson og Alzheimer. Eldri greinar mínar um MND: 08.04.2010: http://altice.blogcentral.is/blog/2010/10/9/hreyfitaugalomun-mnd-og-elliglop-ftd/ 04.07.2010: http://altice.blogcentral.is/blog/2010/10/10/fjogur-afbrigdi-hreyfitaugalomunar/ ![]()
Greinar sem Brian K. Kaspar og félagar vísa til:
><<>>< |
Vísindi og frćđi | Breytt 14.12.2012 kl. 15:31 | Slóđ | Facebook
26.11.2012 | 21:15
Núna er rétti tíminn til ađ hefja MND-rannsóknir á Íslandi
Núna er rétti tíminn til ađ hefja MND-rannsóknir á Íslandi. Birtist fyrst í Morgunblađinu 10. desember 2011.
Loftur Altice Ţorsteinsson. Hreyfitaugasjúkdómar eru í flestum tilvikum banvćn mein, sem ekki hefur ennţá tekist ađ greina fullkomlega og sem engin lćkning hefur fundist viđ. Sjúklingar međ hreyfitaugasjúkdóma lamast oftast vegna hrörnunar hreyfitauganna, sem skiptast í efri og neđri hreyfitaugar. Efri hreyfitaugar liggja frá heilaberki niđur mćnuna, en neđri hreyfitaugar liggja frá mćnu og heilastofni út í vöđva. Hver hreyfitaug er ein fruma og getur veriđ allt ađ metri á lengd. Fólk sem ţjáist af ţessum sjúkdómum lifir ađ međaltali ţrjú til fimm ár, frá ţví ađ skýr einkenni sjúkdómsins koma fram. Dánarorsök er oftast köfnun vegna lömunar ţindarinnar eđa vegna lungnasjúkdóma. Einungis um 10% sjúklinga hafa meira en 10 ára lífslíkur. Samkvćmt áćtlunum frá WHO munu sjúkdómar í taugakerfinu hafa tekiđ viđ af krabbameinssjúkdómum áriđ 2040, sem önnur algengasta dánarorsök í efnahagslega velmegandi ríkjum og ţar á međal Íslandi. ><<>><
><<>>< |
26.11.2012 | 14:51
Fjögur afbrigđi Hreyfitaugalömunar
Fjögur afbrigđi Hreyfitaugalömunar
Fyrst birt 04. júlí 2010.
Loftur Altice Ţorsteinsson. Hreyfitaugalömun (MND = Motor Neuron Disease) er skipt í fjögur afbrigđi. Skiptingin rćđst af í hvoru hreyfitauga-kerfi líkamans sýkinguna er ađ finna. Hreyfitaugarnar eru í grófum dráttum frá heila til mćnu, nefndar UMN (Upper Motor Neurons) og frá mćnu til útlima, nefndar LMN (Lower Motor Neurons). Hreyfitaugalömunin getur birtst í öđru hreyfitauga-kerfinu, eđa ţeim báđum. Ţótt hreyfitaugalömun sé ávallt alvarlegur sjúkdómur og erfiđur, er munur á honum eftir afbrigđum og eftirfarandi flokkun segir nokkuđ til um einkenni og lífslíkur.
Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) hrjáir 65% sjúklinga og er sjúkdómurinn í bćđi UNM og LMN. Karlar eru um 2/3 sjúklinga, einkum yfir 55 ára aldri. Einkennin eru máttleysi, stýfleiki í vöđvum, sterk hreyfitauga-viđbrögđ, tilfinningalegt ójafnvćgi, vöđvakippir og ţyngdar-tap. Ađ međaltali lifa sjúklingar međ ţetta afbrigđi tvö til fimm ár, frá ţví ađ sjúkdóms-einkenni koma fyrst í ljós.
Progressive bulbar palsy (PBP) hrjáir 25% sjúklinga, einkum kvennfólk. Oft birtist sjúkdómurinn í bćđi UMN og LMN, en ţó takmarkađur viđ höfuđ og háls. Ţetta afbrigđi einkennist af erfiđleikum viđ framburđ orđa (dysarthria) og erfiđleikum viđ ađ kyngja fćđu (dysphagia). Ef LMN er skaddađ, birtast afleiđingarnar í nef-framburđi máls, uppgangi fćđu um nef, tungu-rýrnun, vöđva-kippum og máttleysi hálsvöđva. Ef sjúkdómurinn birtist í UMN, eru afleiđingarnar stirđleiki í tungu, framburđar-hrinur og tilfinningalegt ójafnvćgi. Líftími er oftast hálft ár til ţrjú ár, frá ţví ađ einkenni birtast.
Progressive muscular atrophy (PMA) hrjáir innan viđ 10% MND sjúklinga og leggst fyrst og fremst á unga karla. Orsökin er ađallega vegna LMN hrörnunar, sem leiđir til minnkandi styrks og rýrnunar vöđva, ţyngdartaps og vöđvakippa. Ađ međaltali lifa ţessir sjúklingar fimm ár eđa lengur. Primary lateral sclerosis (PLS) hrjáir um ţađ bil 2% MND sjúklinga. Tíđni ţessa afbrigđis er tvöfalt meiri hjá körlum en kerlum og einkenni koma venjulega í ljós eftir 50 ára aldur. Einungis UMN hreyfitaugarnar eru skemmdar, sem leiđir til minnkandi styrks vöđva, stirđleika í liđum og harđari taugaviđbragđa. PLS hefur ekki áhrif á lífslíkur manna.
Ađgreining á milli ţessara afbrigđa er oft erfiđ. Ţegar sjúkdómurinn ágerist, sýnir reynslan ađ upphaflegar skilgreiningar reynast ónákvćmar, sem lýsir sér í rýrnun flestra vöđva og miklu máttleysi. Í flestum tilvikum (95%) er engin ţekkt ástćđa fyrir hreyfitaugalömun, gjarnan nefnt tilfallandi MND (sporadic MND). Ţau 5% tilvika sem ekki eru ótengd, eru gjarnan nefnd ćttgengd MND (familial MND) og eru sjúklingar ţá erfđafrćđilega tengdir, ţannig ađ börn sjúks foreldris erfa til dćmis sjúkdóminn í 50% tilvika. Enginn munur á sjúkdóms-einkennum hefur veriđ greindur á milli tilfallandi MND og ćttgengra MND.
Glutamic sýra ( C5H9NO4 ) => glutamate salt
Riluzole er eina lyfiđ sem hlotiđ hefur viđurkenningu til međferđar á MND og eingöngu viđ ALS-afbrigđinu. Ţađ er taliđ lengja líf sjúklinga um tvo til fjóra mánuđi. Margir telja samt ađ Riluzole gagnist einnig gegn öđrum afbrigđum. Riluzole takmarkar framleiđslu líkamans á glutamate, en ţađ efni örvar frumur í hreyfitaugum. Of mikiđ glutamate er taliđ skađlegt fyrir hreyfitaugar og stuđla ađ skemmdum á ţeim. Ţetta er ţó bara ein möguleg orsök fyrir MND.
Glutamate er salt af Glutamic-sýru (H-C5H8NO4), sem myndast getur međ málmum og stöđugum sameindum eins og Ammonium (NH4). Glutamic-sýra er ein af tuttugu Amino-sýrum líkamans og ein af ţeim sem líkaminn framleiđir sjálfur. Hér er upptalning nokkurra glutamate salta:
><<>>< |
Vísindi og frćđi | Breytt 14.12.2012 kl. 15:31 | Slóđ | Facebook
25.11.2012 | 09:10
Information about ICRon-MND
International Center for Research on Motor Neuron Diseases(ICRon-MND)Registered in Iceland, under license number 561112-0960E-mail: hlutverk@simnet.isThe International Center for Research on Motor Neuron Diseases (ICRon-MND) is a non-profit organisation, located in Reykjavík, Iceland. It became a formal association in November 2012, created by individuals who recognized the need for increased research efforts to discover the causes of Motor Neuron Diseases.The aims of the International Center for Research on Motor Neuron Diseases are:1) To promote medical and scientific research into MND, in collaboration with Icelandic and foreign scientists and medical professionals.2) To raise funds for MND research, from official as well as private sources.3) To administer research grants for the study of MND.4) To create and exchange scientific knowledge about all aspects of MND.5) To promote exact genetic diagnoses of Icelandic MND patents.6) To undertake MND research projects.Board of the International Center for Research on Motor Neuron DiseasesLoftur Altice Ţorsteinsson, MSc., MEd.Pétur Henry Petersen, PhD.Grétar Guđmundsson, MD.Páll Ragnar Karlsson, PhD. ><<>>< |
Vísindi og frćđi | Breytt 14.12.2012 kl. 15:32 | Slóđ | Facebook
24.11.2012 | 19:28
Greining á hreyfitauga sjúkdómum međ rannsókn á erfđaefni
|
2002 | 2012 |
Framfarir í rannsóknum á erfđafrćđi ćttgengs MND. | |
Á 10 ára tímabilinu 2002 2012 hafa greinst stökkbreytingar í mörgum genum MND-sjúklinga, sem ekki hafđi áđur veriđ vitađ ađ tengdust MND. Áriđ 2002 voru 20% ćttgengra MND-tilvika tengd ákveđnum stökkbreytingum, en áriđ 2012 voru 70% ćttgengra tilvika tengd ákveđnum stökkbreytingum. Ţessi ţróun bendir til, ađ eftir önnur 10 ár verđi allir MND-sjúklingar međ örugga sjúkdóms-greiningu, sem byggir á rannsókn á erfđaefni ţeirra og sem tengir sjúkdóminn viđ ákveđna stökkbreytingu í genum.
Gena-mengi frumanna er geymt í litninga-pörum (chromosome pairs) og í frumum manna eru 22 pör samlitninga og eitt par kynlitninga (X,Y). Litninga-pörin eru frá sitt hvoru foreldri og sama gildir ţví um genin, ađ ţau koma hvort um sig frá föđur og móđur.
Algengasta erfđa-mynstriđ fyrir MND nefnist jafnkynja ríkjandi (autosomal dominant), sem merkir ađ stökkbreyting erfist jafnt til beggja kynja og ađ einungis eitt stökkbreytt gen ţarf til ađ valda sjúkdómnum. MND-sjúklingur er ţví venjulega međ eitt stökkbreytt gen og annađ óbreytt. Barn foreldris međ MND hefur 50% líkur ađ erfa hiđ gallađa gen og jafn miklar ađ erfa ţađ ekki. Hins vegar er ekki öruggt ađ MND komi fram hjá einstaklingi, ţótt hann sé međ stökkbreytt gen, vegna ţess ađ erfđa-myndstur ţess gens kann ađ vera annađ en jafnkynja ríkjandi.
Leit ađ stökkbreyttum genum í próteinum sem tengd hafa veriđ MND, er ţví ađferđ til ađ greina MND. Fram ađ ţessu hefur leitin takmarkast viđ ćttgeng afbrigđi af MND, en sú mynd er ađ breytast. Jafnframt hafa flestar stökkbreytingar fundist í hvata (enzyme) sem nefnist SOD1 (Copper-Zink Superoxide Dismutase). Fundist hafa nćr 200 stökkbreytingar í SOD1 og engin ástćđa er til ađ ćtla ađ leitinni sé lokiđ.
Í heilbrigđu ástandi er SOD1 mjög gagnlegt, ţví ađ ţađ er kraftmikiđ andoxunarefni, sem breytir Superoxide í minna skađlegt vetnis-peroxide (H2O2) og súrefni (O2). Önnur enzyme eins og til dćmis Catalase eđa Glutathione Peroxidase (GPx) taka síđan viđ verkinu og breyta peroxíđinu (H2O2) í skađlaus efnasambönd vatns (H2O) og súrefnis (O2).
SOD1-geniđ er samsett úr fimm svćđum sem nefnd eru exon. Stökkbreytingar sem tengjast MND hafa fundist í ţeim öllum, en í mismunandi mćli. SOD1-G93S er eina stökkbreytta geniđ sem fundist hefur á Íslandi. Hér stendur G fyrir amino-sýru sem nefnd er Glycine, 93 er númeriđ á ađsetri (codon) breytingarinnar og S stendur fyrir ađra amino-sýru Serine. G93S merkir ţví, ađ á ađsetri 93 hefur orđiđ stökkbreyting, ţannig ađ Glycine amono-sýra hefur breytst í Serene amino-sýru.
Afleiđingar stökkbreytinganna eru ţćr, ađ nytsamlegt SOD1 breytir um eđli og gefur frá sér eiturefni, sem er banvćnt fyrir hreyfitaugarnar. Athyglisvert er, ađ ţađ virđist vera stökkbreytt SOD1 í frumum sem nefnast stjörnufrumur (Astrocytes) sem gefur frá sér efni sem er banvćnt fyrir hreyfitaugafrumur (Motor neurons), en ekki SOD1 í hreyfitaugafrumunum sjálfum.
Nokkrar ađferđir eru tiltćkar til ađ greina stökkbreytingar í SOD1 og eru ţćr hver annari flóknari (virđist mér), nema High-Resolution Melting (HRM) (sem ég skil ađ einhverju leyti). Japanskur hópur vísindamanna hefur nýlega notađ HRM til ađ greina stökkbreytingar í SOD1 hjá sjúklingum međ tilfallandi MND.
Greining međ HRM er fólgin í samanburđi á ferlum eđlilegs og stökkbreytts SOD1. Skođađ er birtumagn sem fall af bráđnunar-hitastigi. Menn notfćra sér ađ ákveđin litarefni dofna viđ ađ erfđaefni klofnar viđ hitun.
Greining á G93S stökkbreytingu í SOD1 geni. Japan er eini stađurinn í heiminum ţar sem SOD1-G93S hefur greinst, fyrir utan Ísland. Heimild: Mitsuya Morita, Japan.
><<>><
Eldri greinar mínar um MND:
10.12.2011: Núna er rétti tíminn til ađ hefja MND-rannsóknir á Íslandi.
07.10.2011: Astrocytes - hatusfullt árásarliđ eđa fórnfúsir verjendur ?
04.07.2010: Fjögur afbrigđi hreyfitaugalömunar.
08.04.2010: Hreyfitaugalömun (MND) og Elliglöp (FTD).
><<>><
Vísindi og frćđi | Breytt 3.4.2013 kl. 15:46 | Slóđ | Facebook