Færsluflokkur: Bloggar
STYRKIR | ||||
til MND-rannsókna | VIB-Belgía |
Persónuvernd: Bréf til Íslendskrar erfðagreiningar vegna söfnunar lífsýna.Fyrst birt hjá Persónuvernd 15.05.2014.
Persónuvernd vísar til fundar stofnunarinnar með fulltrúum Íslendskrar erfðagreiningar ehf. 13. maí sl. þar sem rædd var framkvæmd við söfnun lífssýna frá einstaklingum sem boðin er þátttaka í samanburðarhópi vegna erfðarannsókna á vegum fyrirtækisins. Þá var málið rætt á fundi stjórnar Persónuverndar sem haldinn var sama dag.Fyrir liggur að kynningarbæklingur var sendur stórum hluta landsmanna ásamt samþykkisyfirlýsingu og búnaði til sýnatöku. Þá liggur fyrir að í beinu framhaldi af því gengu björgunarsveitarmenn í hús til að safna sýnum frá einstaklingum sem veitt höfðu samþykki sitt.Á bls. 1 í kynningarbæklingnum segir að umrædd söfnun lífsýna hafi hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Af því tilefni skal tekið fram að söfnunin sem slík hefur ekki hlotið sérstakt leyfi frá Persónuvernd, enda er hún ekki háð slíku leyfi frá stofnuninni ef hún byggist á upplýstu samþykki þátttakenda, sbr. 7. tölul. 4. gr. reglna nr. 712/2008 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Á hinn bóginn hefur Persónuvernd eftirlit með því samkvæmt ákvæðum laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga hvernig framkvæmd er háttað við öflun lífsýna og upplýsts samþykkis fyrir vinnslu persónuupplýsinga vegna vísindarannsókna.Komið hefur fram að mjög skammur tími leið, jafnvel örfáir dagar, frá því að umræddur kynningarbæklingur barst einstaklingi á heimili hans þar til komið var að sækja samþykkisyfirlýsingu og lífsýni. Stofnunin bendir á að við öflun upplýsts samþykkis til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga í þágu vísindastarfs verður að huga að því að viðkomandi einstaklingar hafi nægt ráðrúm til að kynna sér vandlega samþykkisgögn sem í þessu tilviki eru mjög ítarleg. Í þessu sambandi má benda á 3. gr. reglna nr. 170/2001 um það hvernig afla skal upplýsts samþykkis fyrir vinnslu persónuupplýsinga í vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Segir þar að þegar vilji þátttakenda í vísindarannsókn sem hafa verið valdir úr Þjóðskrá er kannaður bréflega og viðeigandi upplýsingar hafa verið sendar um rannsóknina, skuli að minnsta kosti ein vika líða þar til sent er annað bréf eða haft samband símleiðis til að ítreka boð um þátttöku.Persónuvernd bendir á að æskilegt hefði verið að lengri tími liði frá sendingu samþykkisgagna þar til söfnun lífsýna hófst. Hins vegar telur stofnunin að einnig verða að líta til þess að óvenjumikil þjóðfélagsumræða hefur átt sér stað um þessa lífsýnasöfnun. Ætla verður í ljósi þeirrar umræðu að þeim sem rituðu undir samþykki við framkvæmd söfnunarinnar hafi gefist sérstakt tilefni til að íhuga hvort þeir vilji að samþykkið standi eða vilji nýta sér rétt sinn til að draga það til baka, en ítarlegar leiðbeiningar fylgdu bæklingnum um afturköllun samþykkis. Í ljósi þess telur Persónuvernd, eins og á stendur, að ekki sé tilefni til sérstakra aðgerða í tengslum við umþóttunartíma umræddra einstaklinga.Að lokum skal tekið fram að hér er um ábendingu að ræða varðandi framkvæmd söfnunarinnar en ekki endanlega úrlausn um öll þau álitaefni sem á getur reynt í tengslum við gildi umræddra yfirlýsinga um samþykki, en þau geta eftir atvikum fremur heyrt undir vísindasiðanefnd en Persónuvernd. Þá er mælst til þess að framvegis verði þess gætt að einstaklingum, sem boðin er þátttaka í vísindarannsóknum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar ehf. og samstarfsaðila, verði ávallt með skýrum hætti veittur kostur á lágmarks umþóttunartíma. Er þess óskað að félagið sendi Persónuvernd tillögur þar að lútandi eigi síðar en 11. júní nk. |
26.11.2012 | 21:15
Núna er rétti tíminn til að hefja MND-rannsóknir á Íslandi
Núna er rétti tíminn til að hefja MND-rannsóknir á Íslandi. Birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. desember 2011.
Loftur Altice Þorsteinsson. Hreyfitaugasjúkdómar eru í flestum tilvikum banvæn mein, sem ekki hefur ennþá tekist að greina fullkomlega og sem engin lækning hefur fundist við. Sjúklingar með hreyfitaugasjúkdóma lamast oftast vegna hrörnunar hreyfitauganna, sem skiptast í efri og neðri hreyfitaugar. Efri hreyfitaugar liggja frá heilaberki niður mænuna, en neðri hreyfitaugar liggja frá mænu og heilastofni út í vöðva. Hver hreyfitaug er ein fruma og getur verið allt að metri á lengd. Fólk sem þjáist af þessum sjúkdómum lifir að meðaltali þrjú til fimm ár, frá því að skýr einkenni sjúkdómsins koma fram. Dánarorsök er oftast köfnun vegna lömunar þindarinnar eða vegna lungnasjúkdóma. Einungis um 10% sjúklinga hafa meira en 10 ára lífslíkur. Samkvæmt áætlunum frá WHO munu sjúkdómar í taugakerfinu hafa tekið við af krabbameinssjúkdómum árið 2040, sem önnur algengasta dánarorsök í efnahagslega velmegandi ríkjum og þar á meðal Íslandi. ><<>><
><<>>< |