Fréttatilkynning um stofnun Alþjóðlegrar miðstöðvar MND-rannsókna

  
 

  Alþjóðleg miðstöð rannsókna á hreyfitauga sjúkdómum

International Center for Research on Motor Neuron Diseases

ICRon-MND

  

 

Fréttatilkynning 15. desember 2012.
 

Alþjóðleg miðstöð MND-rannsókna var stofnuð 08. nóvember 2012 og er hugsjónafélag, sem verja mun öllum rekstrarhagnaði til rannsókna. Tilgangur þess er að stuðla að rannsóknum á hreyfitauga sjúkdómum, í samstarfi við erlendar og innlendar vísindastofnanir. Verkefnin eru fólgin í nákvæmri sjúkdómsgreiningu MND-sjúklinga á Íslandi, rannsóknum á orsökum hreyfitauga sjúkdóma og leitar að lækningu á þeim.

Félagið mun hafi náið samstarf við félagasamtök fólks með hreyfitauga sjúkdóma, heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisstofnanir, rannsóknar-stofnanir á sviði líffræði og sjálfstætt starfandi vísindamenn. Að sjálfsögðu mun félagið einnig hafa náið samráð við Persónunefnd og Vísindasiðanefnd.

Hreyfitauga sjúkdómar þekkja engin landamæri og litlu skiptir hvar í heiminum þekkingar á þeim er aflað. Fjármagns til verkefna á vegum félagsins verður leitað bæði innanlands og utan.

Nú þegar hefur tekist traust samband við nokkrar erlendar rannsóknar-stofnanir, á sviði hreyfitauga sjúkdóma. Geta má sérstaklega eftirfarandi vísindamanna:

·       Peter Munch Andersen, prófessor í taugalækningum við Háskólann í Umeå, Svíþjóð.

·       Chantal Tallaksen, prófessor í taugalækningum við Háskólann í Osló, Norvegi.

·       John K. Fink, prófessor í taugalækningum við Háskólann í Michigan, Bandaríkjunum.

Félagið auglýsir eftir vísindamönnum til starfa við rannsóknir á hreyfitauga sjúkdómum og munu þeir hafa starfsaðstöðu bæði hér heima og erlendis. Félagið hefur einnig möguleika, að styrkja námsmenn í doktorsnámi, enda vinni þeir að verkefnum á sviði hreyfitauga sjúkdóma.

Í stjórn félagsins eru:

Loftur Altice Þorsteinsson, verkfræðingur. Sími:5887766.
Grétar Guðmundsson, taugalæknir MND-teymis Landsspítala.
Pétur Henry Petersen, taugalíffræðingur og lektor við Háskóla Íslands.
Páll Ragnar Karlsson, sameindalíffræðingur, Háskólasjúkrahúsið í Aarhus, Danmörku.
 

Chicago 2012 I 
Íslendingar sem sóttu MND-ráðstefnu í Chicago í desember 2012

 ><<>>< 
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband