24.9.2014 | 15:51
Þingsályktun væntanleg um stuðning við MND-rannsóknir.
Þingsályktun væntanleg um stuðning við MND-rannsóknir. Birtist fyrst 24. september 2014. Á Alþingi hefur Sigrún Magnúsdóttir formaður þingflokks Framsóknarflokks lagt fram tillögu til þingsályktunar, sem kann að marka tímamót í sögu MND-rannsókna á Íslandi. Fram að þessu hefur hið opinbera sýnt fullkomið skilningsleysi á MND-rannsóknum og þeirri sérstöðu sem Ísland hefur til að ná árangri á sviði erfðasjúkdóma, þar með talinna sjúkdóma í hreyfitaugum. Vonandi sjá MND-sjúklingar og aðstandendur þeirra fram á bjartari tíma.Ég vil skora á alla sem styðja MND-rannsóknir, að fylgja dyggilega eftir því losverða framtaki Sigrúnar Magnúsdóttur, að kalla Alþingi til liðs við MND-rannsóknir á Íslandi. Látið fulltrúa okkar á Alþingi og aðra landsmenn vita af eindregnum stuðningi ykkar við að þingmenn samþykki tillögu Sigrúnar.Loftur Altice Þorsteinsson.<<<<>>>><><<<<>>>>144. löggjafarþing 20142015. Þingskjal 24 24. mál.Tillaga til þingsályktunarum rannsóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma.Flm.: Sigrún Magnúsdóttir.
|
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook